Fara í efni
Lech Zurs í Austurríki með Guðmundi Karli
Fararstjórn

Guðmundur Karl er uppalinn á skíðum, ef svo má segja. Hann starfaði sem forstöðumaður í Hlíðarfjalli í 20 ár. Áður starfaði Guðmundur hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki sem sinnti skíðasvæðum um allan heim. Hann er menntaður skíðakennari, skíðaþjálfari og hönnuður skíðasvæða. Hann hefur einnig góða reynslu af mannlegum samskiptum og er lausnarmiðaður.

Svæðið er jafnt fyrir byrjendur sem og lengra komna. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Guðmundur Karl þekkir mjög vel til á Arlberg skíðasvæðinu!

Okkur langar að koma á framfæri við ykkur þökkum fyrir þessa frábæru ferð sem við fórum í. Skíðasvæðið er magnað, hótelið afbragð, maturinn æðislegur og fararstjórinn var framúrskarandi. Þetta er ferð sem við myndum mæla með við alla sem við þekkjum.
Hópurinn var lítill en mismunandi að getu og Guðmundur Karl fararstjóri náði því besta út úr öllum. Hann þekkir þetta svæði greinilega eins og lófan á sér og var alltaf mættur á skafl kl. 9 að morgni til að leiðsegja okkur.
Áður en við fórum út þá vorum við búin að sjá fyrir okkur að hann myndi bara sýna okkur helstu atriði á fyrsta degi en svo myndum við bjarga okkur sjálf en það var sko aldeilis ekki raunin.
Gummi var með nýtt program á hverjum degi og þrátt fyrir að veðrið hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar seinni hluta ferðarinnar þá var stöðugur stígandi í ferðinni og síðasti dagurinn var sá skemmtilegasti þegar upp var staðið.

Kærar þakkir fyrir okkur og stórt hrós til Gumma og Jakobínu sem var oft í hlutverki tailguide.

Daði og Gerður - 2023